Heyrðu Haarde, reality check

Geir H. Haarde fór mikinn í kvöldfréttum sjónvarps og sendi byrgjum og smásölu tóninn. Ástæðan? Jú, hann er hræddur um að þeir hirði hluta af lækkun skatta sem á að taka í gildi 1. mars næstkomandi.

Nú spyr ég, hvers vegna mega byrgjar og co ekki hirða ágóðann? Er það allt í einu orðið ólöglegt að hækka álagningu á vörum og þjónustu? Hver segir að við neytendur eigum endilega á hagnast á þessu? Á maður bara að kaupa allt sem blessaður Geir segir okkur?

Ó nei. Ég er hinn dæmigerði neytandi. Versla kannski í matvörubúðum fyrir um það bil 20.000 á mánuði. Myndi ég vilja að þessi upphæð myndi lækka um einhver prósent? Auðvitað. Hef ég einhvern rétt á því að krefjast þess að byrgjar og co taki ekki til sín einhvern hluta af þessum pening? 

Eini rétturinn sem ég hef er að mótmæla og það er eitthvað sem við Íslendingar erum ömurleg í. Við höfum gott skammtímaminni en langtímaminnið er önnur saga. Við tuðum í tvær vikur og höldum svo áfram að versla þar sem við erum vön.

Hvar liggur þá hundurinn grafinn? Jú, Geir, Árni og félagar eiga auðvitað að hafa svona hluti á hreinu. Það eru ótal leiðir færar í skattalækkunum. Ef samskonar upphæð hefði til dæmis verið varin í að lækka komandi nefskatt þá hefði peningurinn skilað sér miklu betur til okkar. 

Ég er nú langt í frá einhver hagfræðingur en ég hef heilbrigða skynsemi í vopnabúrinu. Ef ríkisstjórnin hefði haft vott af henni þá væri þessi umræða óþörf. Auðvitað vill ríkisstjórnin hafa upphæðirnar sem sýnilegastar; það eru jú kosningar í nánd. Lækkun á nefskatti er ekki nógu sexí. Hins vegar tel ég nokkuð öruggt að þessar aðgerðir skila sér ekki allar til Gunnars og Guggu.  Jón og Jóhannes munu hins vegar hagnast og ég mun ekki gera neitt í því.

Það versta er að Geir, Árni og hinir leppalúðarnir geta heldur ekkert gert þrátt fyrir hótanir.

Ósanngjarnt? Kannski.

Fyrirsjáanlegt? Auðvitað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband