7.12.2006 | 22:50
Leti er dyggð
Ein af syndunum sjö er leti og er hún almennt talin slæm. Fólk pískrar sín á milli ef einhver er latur og virðist sem það sé ófyrirgefanleg synd. En er það svo?
Vissulega er leti vandamál ef viðkomandi hefur áhyggjur af áliti annarra. Þá þarf að fara fela syndina með ráðum eins og að gera hluti öðru hvoru þegar aðrir sjá til. Það gæti hentað ýmsum.
Eins hafa margir þörf fyrir að vinna eins og geðsjúklingar. Gott hjá þeim.
En hvað ef álit annarra er ekki vandamál og maður nennir ekki að vinna? Er það synd að vera latur?
Ég segi nei.
Er það virkilega meiri dyggð að vinna 70 tíma á viku í 45 ár og eyða þar með bróðurpartinum af lífinu í skítadjobbi meðan maður getur unnið 30 tíma á viku á Raufarhöfn þar sem húsnæði kostar næstum jafn mikið og jakkaföt hjá Sævari Karli?
Kannski ef það veitir manni lífsfyllingu að eiga jeppa upp á fjórar milljónir, hús upp á tuttugu og innbú upp á annað eins.
En er það virkilega tilgangur lífsins að vinna baki brotnu fyrir dauðlega hluti?
Eða er tilgangur lífsins að láta sér líða vel?
Tala nú ekki um þegar maður hefur kannski bara eitt líf til að eyða.
Vissulega er leti vandamál ef viðkomandi hefur áhyggjur af áliti annarra. Þá þarf að fara fela syndina með ráðum eins og að gera hluti öðru hvoru þegar aðrir sjá til. Það gæti hentað ýmsum.
Eins hafa margir þörf fyrir að vinna eins og geðsjúklingar. Gott hjá þeim.
En hvað ef álit annarra er ekki vandamál og maður nennir ekki að vinna? Er það synd að vera latur?
Ég segi nei.
Er það virkilega meiri dyggð að vinna 70 tíma á viku í 45 ár og eyða þar með bróðurpartinum af lífinu í skítadjobbi meðan maður getur unnið 30 tíma á viku á Raufarhöfn þar sem húsnæði kostar næstum jafn mikið og jakkaföt hjá Sævari Karli?
Kannski ef það veitir manni lífsfyllingu að eiga jeppa upp á fjórar milljónir, hús upp á tuttugu og innbú upp á annað eins.
En er það virkilega tilgangur lífsins að vinna baki brotnu fyrir dauðlega hluti?
Eða er tilgangur lífsins að láta sér líða vel?
Tala nú ekki um þegar maður hefur kannski bara eitt líf til að eyða.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.