4.2.2007 | 23:02
Umferðarhraðinn í Reykjavík
Ég hef átt heima í Reykjavík síðustu ár eftir að hafa alist upp á landsbyggðinni. Samt hef ég ekki enn vanist hraðanum sem viðgengst í borginni.
Er ég aumingi vegna þess að ég vil keyra innanbæjar á max 70 km hraða? Það virðist vera því ég fæ stingandi augnaráð frá fólki sem þeytist framúr á 90-100.
Er það eðlilegt í þungri umferð að keyra á 90 km hraða á tveggja akreina umferðaæð? Það má ekkert gerast hjá bílnum á undan til þess að hörð aftanákeyrsla verði staðreynd.
Að mínu mati er umferðahraðinn í Reykjavík allt of mikill.
Hvað veldur?
Margar ástæður eru fyrir hendi en að mínu mati mætti kenna mislægum gatnamótum um.
Gera menn sér grein fyrir að frá Shellsjoppunni á Akureyri til Grensásvegar í Reykjavík eru engin umferðaljós?
Hringtorg hjá Byko á Akureyri.
Hringtorg á Blönduósi.
Hringtorg hjá Hvalfjarðagöngunum.
Guð má vita hversu mörg hringtorg eru í Mosó.
Mislæg gatnamót hjá golfvellinum í Grafarholti.
Mislæg gatnamót hjá Höfðunum
Mislæg gatnamót Miklubraut-Skeiðarvogur.
Og loks umferðaljós.
Þetta var smá útúrdúr en hvað gera mislæg gatnamót?
- Þau flytja álagspunktana. Ef þú setur mislæg á gatnamót A-B þá flytjast álagspunktarnir á gatnamót A-C. Þar myndast tappi þar sem öll umferðin kemur í einni stórri bylgju. Segjum að í staðinn fyrir öll þessi mislægu gatnamót þá væru umferðaljós, svipað og á Miklubraut-Kringlumýrabraut, væri þá þessi umferðatappi á gatnamótunum Lönguhlíð-Miklubraut? Ég efast stórlega um það.
- Byggingarland minnkar. Það vantar byggingarland í Reykjavík. Mislæg gatnamót taka mikið pláss og hvað þurfti að gera þegar hið viðurstyggilega skipulagsslys sem gatnamót Hringbraut-Bústaðarvegur var sett á skipulag? Jú, taka eignarnám til þess að rýma fyrir steypuklump. Og það meira að segja forljótum.
- Hraðinn eykst. Það virðist sem krafan er að geta keyrt frá heimili sínu (A) til vinnu (B) án þess að lenda á rauðu ljósi. Mislæg gatnamót eru vissulega kostur ef þetta er ætlunin en hraðinn eykst í kjölfarið. Ef það eru engin (eða fá) umferðaljós til þess að hægja á ferðinni þá er að sjálfsögðu óhjákvæmilegt að hraðinn eykst. Það þarf engan vísindamann til þess að segja manni það.
Þarna er meginpunkturinn. Með aukinni bílaeign þá er bara óhjákvæmilegt að það taki tíma að komast í vinnuna. Þegar byrjað var á mislægum gatnamótum þá held ég að það hafi ekki verið hugsað til enda. Því að þegar var byrjað þá verður að búa til fleiri því það er aðeins verið að færa tappana. Fleiri mislæg gatnamót = meiri hraði = fleiri slys.
Betra hefði verið að fjölga akreinum og halda ljósunum. Með góðri stillingu á ljósum er vel hægt að koma því fyrir að ef keyrt er á 60-70 þá er hægt að keyra helstu umferðaræðarnar án þess að lenda á rauðu. Maður væri lengur að komast í og úr vinnu en ég veit það ekki, mitt mottó er að komast á áfangastað heill á húfi. Ekki á sem skemmstum tíma.
Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Miklubraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Segðu það þegar þú ert að verða of seinn í vinnuna...
Málið er að ljós eru aftan úr fornöld og mislæg gatnamót eru málið.. það er hinsvegar enginn á íslandi sem að fer eftir þeim einföldu umferðarreglum að keyra hægramegin ef þú ert að dóla og keyra vinstramegin ef að þú vilt komast fram úr... (ekki að það skipti máli í þessu tiltekna slysi) það minkar akreinasvig hinna óþolinmóðu og getur komið í veg fyrir að fólk sé að verða brjálað á að hanga fyrir aftan 3 samhliða skrjóða sem að keyra á 60 á kringlumýrarbrautinni og loks þegar að tækifæri gefst til að taka fram úr er fólk orðið svo pirrað að það stígur í 100... Og hvað listann þinn varðar um skort á ljósum á þjóðvegi eitt held ég að það sé bara lofsvert að búið sé að gera þetta mörg gatnamót ljósalaus.
Auðvitað er aldrei hægt að losna algjörlega við ljós en mér finnst að helstu stofnæðar borgarinnar ættu að vera ljósalausar og hafa fleiri en 1 akrein. Ef horft er til útlanda þá er yfirleitt þar að finna hraðbraut sem að liggur hringinn í kiring um borgina og er hún 3 eða fleiri akreinar og á einni er hæg umferð. einni er hröð umferð og ein fyrir vinstir beygjur út af götunni og einnig er hún oft neyðar akrein sem að nýtist slökkvuliði, lögreglu og hugsanlega almenningssamgöngum. Hvernig fer ef að slökkvulið og eða sjúkralið þarf að fara um nýju hringbraut um 4 5 leytið. þar er allt fullt á 2 akreinum og umferðar hraði 0 til 5. þetta er ein af stærri og nýjustu stofnbrautum borgarinnar en ekki var hugsað út í þetta við gerð hennar...
Hlynur Ingvi Samúelsson (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 02:26
Ég get ekki oðra bundist yfir þessarri færslu. Þvílíka fásinnu og vitleysu hef ég aldrei lesið.
Til að svara fyrstu spurningunni þinn, þá fer það eftir ýmsu. Er það bíllinn sem þér finnst ekki ráða við meiri hraða? Er það hæfileikar þínir sem ökumaður sem þér finnst hafa hamlandi (kannski frekar að kalla það hemlandi) áhrif á aksturslagið? Hvað sem það nú er finnst mér það ef þú sérð þig ekki fært að keyra hraðar þá ættiru að halda þig frá götum með miklum hraða. Þér er ekkert meira óhætt að keyra niður Ártúnsbrekkuna á 70 km/h heldur en þeim sem keyrir þar niður á 100-110 km/h. Af hverju? Þú ert hreinlega fyrir þeim sem eru að reyna a.m.k. að keyra á löglegum hraða sem er í þessu tilfelli 80 og þar sem lögin segja að við megum keyra á hámarkshraða +5km/h + 5% þá eru flestir þar á bilinu 80-90 og þú truflar það annars ágæta flæði sem er í gangi. Ef það er semsagt bíllinn sem er að valda þér vandræðum ráðlegg ég þar annað hvort að skipta strax því hann er greinilega ekki í nógu góðu ástandi eða þá þú getur farið að styrkja strætisvagnakerfið. Ansi fáir sem hafa slasast í þeim Gula og þú segir sjálfur hafa minni áhyggjur hvenær þú kemst á áfangastað heldur en hvort. Þar að auki er hann miklu ódýrari en að reka bíl.
Næsta spurning þín er svoldið mikið álitamál. Mér hefur alltaf þótt frekar ruglingslegt þetta orðalag "tveggja akreina gata/umferðaræð". Er verið að meina götu með eina eða tvær akreinar í hvora átt? Eins og við fyrri spurningunni er svarið svipað. 80-90% ökumanna keyra eftir aðstæðum. Þannig ef umferðin er svo hröð þá er það greinilega eðlilegt. Þeir sem keyra hraðar eða hægar heldur en normið eru að skapa hættu. Vissulega eigum við að hafa í huga 3ja seknúndnaregluna þegar við keyrum. Ég viðurkenni sjálfur að ég keyri oft mun nær næsta bíl heldur en það. Aftur á móti hef ég ávallt allan hugann við aksturinn. Þegar ég meina allan, þá meina ég allan. Ég er ekki að hugsa um skólann, vinnuna, leikinn, fjölskylduna eða neitt annað. Ég er að líta í kringum mig, í alla spegla og meta umferðina, aðstæður og hvernig aðrir eru staðsettir á veginum. Ef þú hefur einhverntíma keyrt erlendis á hraðbraut þá veistu hvað ég meina og það er miklu miklu erfiðara þar heldur en hérna heima. Þú þarft að halda einbeitingunni margfalt meir.
Ef þér finnst umferðarhraði í Reykjavík of mikil hefuru greinilega aldrei stigið fæti í Evrópska stórborg. Það þjóta bílarnir um göturnar í einhverju sem viriðist nánast algjör óreiða. Samt sér maður aldrei árekstur. Finnst þér samt í lagi að það sé hærri hámarkshraði á vegum út á landi heldur en í bænum? Hringvegurinn er nánast allur með eina akrein í hvora átt, engin vegöx og ekkert á milli bílanna sem koma á móti hvor öðrum? Af hverju er þá ekki 90 km/h hámarkhraði í frá Mosfellsbæ niður að Grensásveg? Þar er vegurinn 2-3 akreinar í hvora átt, stór 3m breið eyja á milli akstursstefna sumsstaðar vegrið að auki. Þetta eru 10 sinnum öruggarri vegir heldur en ásinn en samt er hámarkshraðinn þar lægri. Í vor keyrði ég 1700km niður alla Evrópu, frá Danmörku til Ítalíu. Ekki einn árekstur alla leiðina! Þar var hraðinn ekki að valda neinum vandræðum þó svo að meðalhraðinn væri 150 og menn oftar en ekki á 200-220! Og það sem meira er, nýleg bresk rannsókn á orsökum alvarlegra og dauðaslysa komst að því að ekki nema 5% þeirra væru vegna hraðaksturs. Lang flest slysanna mátti rekja annað hvort til að bílarnir væru ekki nógu vel á sig komnir, gallar í bílunum, lélegt yfirborð á vegum eða fólk var ekki að fylgjast með eða þreytt.
Hvað varðar skoðun þinni á mislægum gatnamótum þá er þetta algjörlega vanhugsað hjá þér.
Þú ert klárlega á villigötum karlinn minn. Annað sem er vert að nefna í sambandi við gatnakerfið á höfuðborgarsvæðinu ætla ég að benda þér á þessa síðu hér. Ég rakst á þessa mjög svo skemmtilegu síðu um daginn. Mjög líkt þjóðverjanum að vera með svona dæmi. Ég skora á þig að bera saman eyðsluna á bílnum þínum og svo meðaltalið á samskonar bíl á síðunni. Ég gerði það um daginn og komst að því að ég er að eyða 25% meira eldsneyti heldur en þeir gera í Evrópu!
Varðandi þetta slys aftur á móti er alls ekki hægt að segja að hraðinn hafi endilega verið sökudólgur. Þú segir það reyndar aldrei sjálfur en ég vil engu að síður koma þessu á framfæri. Það eru mjög svo margir þættir sem koma til greina hvers vegna fór illa. Greinilegt er samt að hálkan átti stóran hlut að máli. Þannig getur því verið að ökumaður mat aðstæður vitlaust og/eða kunni ekki að bregðast rétt við þegar bíll fór á stjá. Einnig gæti hann hafi verið á slitnum dekkjum, beygjubúnaður bílsins orðinn lélegur eða jafnvel fjöðrunarkerfið orðið slappt (það skiptir verulegu máli þegar kemur að því hvernig bílar hegða sér í óbeinni stefnu)
Allavega þakka ég fyrir mig. Mér sýnist inleggið mitt vera orðið lengra en upphaflega greinin og klukkan orðin margt.
Veriði sæl.
Ívar (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 04:22
Ég ætla að svara greininni hans Ívars ítarlega. Flest svörin þar eiga við hjá Hlyn.
Þó verð ég að benda á tvo hluti sem voru ónákvæmir/óskýrir í pistlinum.
Ívar:
Ég tel mig ágætan bílstjóra, enginn Colin McRae en veld hvorki sjálfum mér né öðrum tjóni í umferðinni. Fyrir mig er bíllinn nauðsynlegt farartæki í Reykjavík, sérstaklega í ljósi þess að almenningssamgöngur í Reykjavík eru hlægilegar og alls ekki kostur fyrir mann sem þarf að gera meira heldur en bara fara frá heimili sínu til vinnu/skóla. Ég get því alfarið tekið ákvarðanir um slík mál sjálfur en takk samt fyrir hugulsemina.
Ég er algerlega ósammála þér þegar þú segir að 80-90% Reykvíkinga keyri eftir aðstæðum. Þriggja sekúndna reglan er engin ruglregla og held ég geti frekar fullyrt að 80-90% Reykvíkinga virði ekki þessa þumalputtareglu. Því til vitnis get ég nefnt aftanákeyrslur sem eru alveg ótrúlega margar í borginni.
Þú segir að ef umferð sé of hröð þá sé það eðlilegt. Þessi punktur er vafasamur svo ekki sé sterkara að orði kveðið. Tökum Nýbýlaveginn sem dæmi. Ef mig minnir rétt þá er 60 km hámarkshraði þar. Dæmigerð umferðaæð á höfuðborgarsvæðinu og ef maður keyrir þar á hámarkshraða þá fær maður löngutöngina. Það er hins vegar engin tilviljun að hámarkshraðinn er ekki 80 eða 90 eins og maður hefur séð svo marga keyra þar. Íbúðarhúsnæði eru ekki langt undan og á eftir bolta kemur barn. Bílstjóri þarf að vera við öllu búinn og getur skipt sköpum hvort nauðhemlað sé á 60 eða 90. Hámarkshraði er engin tilviljunartala sem kastað er upp í hálfkæringi.
Satt er að ég hef ekki komið til margra borga í Evrópu en þó hef ég komið á nokkra staði. Samt eiginlega færiru eiginlega rök fyrir mínu máli þegar þú segir að það séu sjaldan árekstrar á meginlandinu. Það er því eitthvað að ástandinu í Reykjavík, er það ekki annars?
Þegar þú berð hins vegar saman hraðann í Evrópu og á höfuðborgarsvæðinu þá er þar ólíku saman að jafna, tala nú ekki um þegar þú ferð að setja autoban inn í dæmið. Þangað sem ég hef komið þá hef ég aldrei séð hraðbrautir inn í borgum og efast ég um að það sé til í dæminu. Þegar meðalhraði er 150 km hraði á klst. þá er nokkuð ljóst að akreinarnar eru fleiri en tvær (þá á ég við 2+2) og myndi ég halda að hver akrein væru breiðari en gengur og gerist á Íslandi. Aðstæður til "hraðaksturs" eru allt aðrar á Íslandi heldur en í Evrópu.
Sem kemur inn á næsta punkt. Þangað sem ég hef komið þá eru ekki mislæg gatnamót inn í miðjum borgum. Þar voru umferðaljós (eða hringtorg) sem hægja á umferðinni. Svo ég taki London sem dæmi þá sér maður ekki mislæg gatnamót inn í miðri borg. Þar er bara sama umferðarmenning og ég hef verið að predika um.
Svo er ólíku saman að jafna banaslysum og aftanákeyrslum. Flest banaslysin eru utan borgarmarkanna (sér í lagi þegar tekið er tillit til magnsins sem flæðir í Reykjavík) og þó rannsóknin í Bretlandi hafi sýnt fram á þetta þá myndi ég halda að hlutföllin myndu breytast ef þú tækir almenna árekstra í Reykjavík til dæmis.
Ég er ekki sammála þér þegar þú segir að ef engin mislæg gatnamót væru á Miklubrautinni þá væri hún kolstífluð. Mislægu gatnamótin leyfa umferðinni að flæða stanslaust í gegn þangað til tappinn kemur. Ef engin mislæg gatnamót væru þá er ég ekki að segja að tapparnir myndu hverfa á álagstímunum heldur myndi umferðin flæða betur í heild sinni. Ekki að ég hafi nokkuð fyrir mér í þessu, þetta er bara mín tilfinning. Þetta myndi ganga upp ef öll gatnamótin væru mislæg en þá væri borgin einn stór steypuklumpur og hraðinn myndi aukast enn meir. Ég er reyndar alveg sammála þér með Hellisheiðina en það finnst mér ekki koma akkúrat þessu máli við.
Ég er alveg sammála því að Reykjavík þyrfti ekkert að stækka meira en eftirspurn eftir lóðum í borginni er gríðarleg. Það þarf nú ekki mikinn hagfræðing til að sjá að með fleiri íbúum skapast akkúrat meiri peningar til þess að efla almenna þjónustu við borgarana. Stærri einingar borga sig betur en þær smærri.
Þú segir að umferðin eigi að ganga fyrir sig hratt og örugglega. Hratt? Ég fór til Akureyrar í sumar og fékk sjokk. Ástæðan? Vegna þess að nánast allir keyrðu á 40-50! Það var bara menningin. Nú geri ég mér grein fyrir að vegalengdirnar í Reykjavík eru mun lengri en er það afsökun fyrir því að leggja örlítið fyrr af stað í vinnuna? Á Glerárgötunni á Akureyri voru tvær akreinar og keyrði ég á 50 á hægri akrein og ekki einu sinni var tekið fram úr mér. Frekar að ég hafi verið að keyra hraðar en aðrir.
Dæmið með Kringlumýrarbraut-Miklubraut er svo fyndið að ég næ ekki upp í það. Eftir að sett voru beygjuljós á alla kanta þá gengur umferðin bara ljómandi á þessum þyngstu gatnamótum Reykjavíkur. Ef mig minnir rétt þá var fenginn sérfræðingur í þessum málum frá Bretlandi eða Bandaríkjunum til þess að athuga þessi mál og skoða hvaða úrbætur ættu að gera. Hann sat í heilan dag yfir þessum gatnamótum og spurði síðan ráðamenn: "What's the problem?"
Linkurinn sem þú gafst mér virkar ekki. Væri hins vegar gaman að sjá þennan samanburð. Svo að lokum þá vil ég taka það fram að það er ekki með nokkru móti hægt að benda á einhvern einn þátt sem olli þessu slysi, allavega samkvæmt þessari frétt. Þessi grein hefur hins vegar legið lengi á mér og finnst mér slysin í borginni of tíð og of mörg til þess að þegja yfir því.
Saltfiskur, 5.2.2007 kl. 07:16
Eitt ætla ég að benda þér á varðandi Miklubrautina er að á vesturenda hennar eru tvær stærstu starfsstofnanir landsins, Landsspítalinn og Háskóli Íslands. Samtals gera þetta að líklega um 15-20þús manns þurfa að komast þangað daglega. Það er rétt sem þú segir að í stórborgum er frekar lítið um mislæg gatnamót. En þar sem stór batterí eins og bifreiðaverksmiðjur, skjúkrastofnanir og fjölmenn atvinnustarfsemi er er reynt að koma þeirri umferð á sem greiðastan hátt framhjá annarri umferð. Nú vill svo til að Reykjavík er frekar leiðinlega uppbyggð hvað varðar að geta greitt fyiri umferð. Það er bara hægt að fara í eina átt. Flestar borgir eru þannig að hægt er að setja hringbraut í kringum þær. Svo er yfirleitt atvinnustarfsemi nokkuð dreifð um borgina. En hér virðast allir þurfa í sömu átt á morgnana og þ.a.l. í sömu átt á kvöldin. Það er alveg rétt hjá þér við þurfum að taka öll ljós af Miklubrautinni og helst að fyrstu gatnamót væru ekki fyrr en við hringtorgið við Þjóðmynjasafnið. Þessvegna væri lang best að setja hana í stokk frá Háaleitishæðinni fyrir ofan Grensásveg sem kæmi aftur út í Vatnsmýrinni. Þannig gætu þessir 15-20þús manns komist óhindrað til vinnu/skóla og allir hinir eru ekki fyrir þeim.
Öll slys eru slys sama hvort einhver stigi óhultur úr þeim eða ekki. Ég efast stórlega um það að ástæður smærri árekstra eru af öðrum toga en þessum alvarlegri. Vissulega er það rétt að lang flest banaslysin verða út á landi. Nú er það þannig að það eru ófáir sem ég sé að eru í símanum meðan þeir eru að keyra og er það eru örugglega þá ennþá fleiri sem eru ekki með hugann við aksturinn. Ef þú keyrir aftan á einhvern ertu klárlega ekki að athuga hvað hann er að gera fyrir fram þig. Heimildarþáttúr sem ég sá í sjónvarpinu um daginn er besta dæmið um það. Lögreglumaður sem gat keyrt í svigi á milli keilna átti í mestu basli við aksturinn þegar hann átti að telja niður úr 100 með þiggja talna millibili, þ.e. 100,97,94...
Þessi sérfræðingur sem fylgdist með gatnamótunum hefur greinilega ekki verið þarna á háannatíma. Í hvert skipti sem ég keyri þarna yfir á þeim tíma fer fólk oft yfir án þess að komast út af aftur, sem er reyndar ólöglegt, en það bara sýnir hversu mikið við getum treyst fólki til þess að gera hlutina rétt.
Á hraðbrautum er meðalhraðinn alltaf 130-150 líka á 2+2 vegum. Vissulega er hver akrein þannig að liggur við að tveir bílar komist á hana og svo sitthvoru megin er vegöxl í neyðartilfellum. En eini punkturinn minn með þessu var að benda á að það er ekki hraðanum að kenna að illa fer.
Hérna er svo réttur linkur á síðuna www.spritmonitor.de
Ívar (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.